Umhirða og viðhald
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
31
● Aðeins skal nota loftnetið sem fylgir með símanum eða samþykkt varaloftnet.
Ósamþykkt loftnet, breytingar á þeim eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna
að brjóta í bága við ákvæði laga um senditæki.
● Nota skal hleðslutæki innandyra.
● Alltaf skal taka öryggisafrit af gögnum sem ætlunin er að halda, t.d. tengiliðum og
dagbókaratriðum.
● Hægt er að endurstilla tækið af og til og tryggja þannig hámarksafköst með því að
slökkva á tækinu og fjarlægja rafhlöðu þess.
Þessar ábendingar eiga jafnt við um tækið, rafhlöðuna, hleðslutækið eða annan
aukabúnað. Ef tæki vinnur ekki rétt skal fara með það til næsta viðurkennda
þjónustuaðila til lagfæringar.