Flýtiritun
Í flýtiritun er notuð innbyggð orðabók sem hægt er að bæta nýjum orðum inn í.
1. Byrjaðu að skrifa orð með tökkunum 2 til 9. Ýttu aðeins einu sinni á hvern takka fyrir
hvern staf.
2. Til að staðfesta orð flettirðu til hægri eða bætir við bili.
● Ef orðið er ekki rétt skaltu ýta endurtekið á * og velja orðið af listanum.
● Ef greinarmerkið ? birtist aftan við orðið er orðið sem þú vilt slá inn ekki að finna
í orðabókinni. Orðinu er bætt inn í orðabókina með því að velja Stafa. Sláðu inn
orðið á venjulegan hátt og veldu Vista.
● Til að rita samsett orð færirðu inn fyrsta hluta orðsins og flettir til hægri til að
staðfesta. Svo slærðu inn síðari hluta orðsins og staðfestir það.
3. Byrjaðu að skrifa næsta orð.
5. Notkun valmyndarinnar
Símaaðgerðirnar eru flokkaðar í valmyndir. Ekki er öllum aðgerðum eða valkostum lýst
hér.
Í biðstöðu velurðu Valmynd og síðan viðkomandi valmynd og undirvalmynd. Veldu
Hætta eða Til baka til að fara út úr valmynd. Styddu á hætta-takkann til að fara beint
í biðstöðu. Til að breyta útliti valmyndarinnar velurðu Valmynd > Valkostir >
Aðalskjár valmynd..
6. Skilaboð
Hægt er að skrifa, senda og vista textaskilaboð, margmiðlunarskilaboð, hljóð- og
leifturboð og tölvupóstskeyti. Aðeins er hægt að nota skilaboðaþjónustuna ef símkerfið
eða þjónustuveitan styðja hana.