Raddskipanir og raddhringingar
Hægt er að stjórna símanum með raddskipunum og hringja með því að segja upphátt
nafn sem vistað er í tengiliðum.
Raddskipanir og raddhringingar fara eftir tungumálum. Raddkennsl eru ekki í boði fyrir
öll tungumál. Til að sjá hvaða tungumál eru í boði velurðu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar > Stillingar tungumáls > Tungumál raddk.. Veldu tungumálið sem
á að greina.
Til athugunar: Notkun raddmerkja getur verið erfið í hávaðasömu umhverfi eða
í neyðartilvikum, því ætti ekki að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Stillingar
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
21
Til að venja raddkennsl símans við rödd þína velurðu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar > Raddkennsl > Raddæfing.
Til að gera raddskipun virka fyrir tiltekna aðgerð velurðu Valmynd > Stillingar >
Símastillingar > Raddkennsl > Raddskipanir, eiginleika og aðgerðina. gefur til
kynna að raddskipunin sé virk.
Til að gera raddskipunina virka velurðu Bæta við. Til að spila virku raddskipunina
velurðu Spila.
Til að vinna með raddskipanir flettirðu að aðgerð og velur Valkostir.
Í biðstöðu er hægri valtakkanum haldið inni til að nota raddskipanir eða raddhringingar.
Stutt hljóðmerki heyrist og Tala núna birtist á skjánum. Segðu þá skipunina eða nafn
þess sem hringja á í. Ef raddkennslin bera árangur birtist listi yfir þær niðurstöður sem
koma til greina. Síminn spilar raddskipun fyrstu niðurstöðunnar á listanum. Ef sú skipun
er ekki rétt skal fletta að annarri niðurstöðu.