Skilaboðastillingar
Veldu Valmynd > Skilaboð > Skilaboðastill. og svo úr eftirfarandi:
● Almennar stillingar — til að vista afrit af sendum skilaboðum í símanum þínum, til
að skrifa yfir gömul skilaboð þegar skilaboðaminnið er fullt og setja upp aðra valkosti
fyrir skilaboð
● Textaboð — til að heimila skilatilkynningar, til að setja upp skilaboðamiðstöðvar
fyrir SMS og SMS tölvupóst, til að velja gerð leturstuðning og setja upp aðra valkosti
fyrir textaskilaboð
● Margmiðlunarboð — til að heimila skilatilkynningar, til að stilla útlit á
margmiðlunarskilaboðum, til að heimila móttöku margmiðlunarskilaboða og
auglýsinga og til að setja upp aðra valkosti fyrir margmiðlunarskilaboð
● Tölvupóstskeyti — til að heimila móttöku á tölvupósti, til að stilla myndastærð í
tölvupósti og til að setja upp aðra valkosti fyrir tölvupóst
● Þjónustuskilaboð — til að virkja þjónustuboð og setja upp valkosti fyrir
þjónustuboð
Skilaboð
© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.
17
7. Tengiliðir
Veldu Valmynd > Tengiliðir.
Hægt er að vista nöfn og símanúmer í minni símans og á SIM-kortinu. Í símaminninu
getur þú vistað tengiliði með númerum og texta. Nöfn og númer sem eru vistuð á SIM-
kortinu eru auðkennd með
Til þess að bæta við tengilið velurðu Nöfn > Valkostir > Bæta við tengilið. Til að
bæta upplýsingum við tengilið skaltu ganga úr skugga um að minnið í notkun sé annað
hvort Sími eða Sími og SIM-kort. Veldu Nöfn, flettu að nafni og veldu Upplýs. >
Valkostir > Bæta v. upplýsingum.
Til að leita að tengilið velurðu Nöfn og flettir í gegnum tengiliðalistann eða slærð inn
fyrstu stafina í nafninu.
Til að afrita tengilið á milli minnis símans og SIM-kortsins velurðu Nöfn, flettir að
tengiliðnum og velur Valkostir > Afrita tengilið. Aðeins er hægt að vista eitt
símanúmer með hverju nafni á SIM-korti.
Til að velja SIM-kortið eða minni símans fyrir tengiliði, velja hvernig nöfn og símanúmer
tengiliða birtast, og til að skoða minnisrými fyrir tengiliði velurðu Stillingar.
Hægt er að senda og taka við tengiliðaupplýsingum einstaklings sem nafnspjaldi úr
samhæfu tæki sem styður vCard-staðalinn. Til að senda nafnspjald velurðu Nöfn, leitar
að þeim tengilið sem þú ætlar að senda upplýsingar um og velur Upplýs. >
Valkostir > Senda nafnspjald.
8. Símtalaskrá
Til að skoða upplýsingar um símtöl, skilaboð, gögn og samstillingu skaltu velja
Valmynd > Notkunarskrá og svo einhvern af valkostunum sem eru í boði.
Til athugunar: Reikningar þjónustuveitunnar fyrir símtöl og þjónustu kunna að
vera breytilegir eftir eiginleikum símkerfisins, sléttun fjárhæða við gerð reikninga,
sköttum og öðru slíku.
9. Stillingar
Snið
Í símanum eru nokkrir stillingahópar sem kallaðir eru notandasnið. Með þeim er hægt
að velja hringitóna fyrir mismunandi tilvik og aðstæður.
Veldu Valmynd > Stillingar > Snið, sniðið sem þú vilt og svo einhvern af eftirtöldum
valkostum:
● Virkja — til að virkja valið snið