Nokia 2700 classic - Forrit

background image

Forrit

© 2009 Nokia. Öll réttindi áskilin.

25

background image

Veldu Valkostir > Hlaða niður > Hlaða niður leikjum eða Hlaða niður forritum til

að hlaða niður leik eða forriti. Síminn styður J2ME™ Java-forrit. Gakktu úr skugga um að

forritið sé samhæft símanum áður en því er hlaðið niður.

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp og nota forrit og annan hugbúnað frá traustum

aðilum, t.d. forrit með Symbian Signed eða forrit sem hafa verið prófuð með Java

Verified™.
Hægt er að vista sótt forrit í Gallerí í stað Forrit.

14. Skipuleggjari

Vekjaraklukka

Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Vekjaraklukka.
Til að kveikja eða slökkva á vekjaraklukkunni velurðu Áminning:. Til að stilla tíma

vekjarans velurðu Tími vekjara:. Ef stilla á símann þannig að hann hringi á völdum

dögum vikunnar skaltu velja Endurtaka:. Til að velja eða sérstilla vekjaratón velurðu

Vekjaratónn:. Til að stilla tíma fyrir blund velurðu Lengd blunds:.
Veldu Stöðva til að stöðva vekjarann. Ef þú lætur klukkuna hringja í eina mínútu eða

velur Blunda, slokknar á vekjaraklukkunni í þann tíma sem blundurinn hefur verið

valinn og svo hringir hún aftur.

Dagbók og verkefni

Veldu Valmynd > Skipuleggjari > Dagbók. Núverandi dagur er með ramma. Ef

færslur eru við daginn er hann feitletraður.
Til að búa til dagbókaratriði flettirðu að dagsetningu þess og velur Valkostir > Skrifa

minnismiða.
Til að skoða minnismiða dagsins velurðu Skoða. Dagbókaratriðum er eytt með því að

velja Valkostir > Eyða atriðum > Öllum atriðum.
Til að skoða verkefnalistann velurðu Valmynd > Skipuleggjari > Verkefnalisti.

Verkefnalistinn birtist og er flokkaður eftir forgangi. Til að bæta við, eyða eða senda

verkefni, merkja það sem lokið eða flokka verkefni eftir skilafresti velurðu Valkostir.

15. Vefur eða Internet

Þú getur fengið aðgang að ýmiss konar netþjónustu í vafra símans. Útlit vefsíðna getur

verið breytilegt eftir skjástærðinni. Hugsanlega er ekki hægt að skoða allt efni vefsíðna.
Vefskoðunaraðgerðin, sem hér eftir verður nefnd Vefur, birtist hugsanlega sem Vefur

eða Internet í valmyndinni, en það fer eftir símanum þínum.